Ný Engey RE 91 Myndasyrpa,2017
Nýjasti togari landsmanna kom til Reykjavíkur í dag og er það Engey RE 91 sem mun koma í staðin fyrir Ásbjörn RE.
Ég smellti mér á Skarfabakka og myndaði skipið.
verið var að setja togvíra í skipið þegar ég átti leið þarna um og mun skipið fara til Grundartanga þar sem það verður togmælt, enn áætlanir gera ráð fyrir að togkrafturinn sé 35 tonn miðað við 1750KW á 100% álagi.
þaðan verður farið til Akranes þar sem að búnaður í lest og á vinnsludekki verður settur í skipið og er áætlað að skipið fari til veiða í apríl næstkomandi
Engey RE með sitt mjög svo sérstaka stefni.
Skuturinn
Séð inni einn klefann. ansi vel útbúið
Séð úr brúnni fram skipið
Skipstjórastóllinn og hluti tækjanna
12 skjáir
Allstaðar tæki og tól
Stjórntækin fyrir öll spilin
Útsýni frá brúnni og aftur með skipinu
Löndunarbúnaðurinn
Spil fremst í skipinu
Myndir Gísli Reynisson