Ný Jóhanna ÁR ,2019
Það er mikil endurnýjun í gangi núna í fiskveiði flotanum.
7 nýir minni togarar svo kallaðir 29 metra togarar eru að koma til landsins
og tveir af þeim koma til Hornafjarðar
Liður í því var að Skinney Þinganes seldi frá sér 2 báta og keypti Nesfiskur þá báða. Steinunni SF og Hvanney SF,
Hvanney SF hefur verið afhent og fengið nýtt nafn og heitir í dag Sigurfari GK,
Gamli Sigurfari GK hefur verið seldur til Hafnarnes Ver ehf í Þorlákshöfn og hefur fengið þar nafnið
Jóhanna ÁR. Enn sem komið er þá er báturinn ennþá í þeim litum sem báturinn var í þegar hann hét Sigurfari GK,
Sigurfari GK sem heitir í dag Jóhanna ÁR var lengi gerður út af Nesfiski eða í um 26 ár, eða frá því árið 1993 og frá því að báturinn kom til íslands fyrir um 30 árum síðan þá
hefur báturinn alltaf heitið Sigufari, fyrst VE og síðan GK
Gamla Jóhanna ÁR var fallega græn á litin og hefur sá litur verið á þeim bátum sem hafa heitið Jóhanna ÁR,
nýja Jóhanna ÁR hefur hafið veiðar og hefur landað um 14 tonnum í 2 rórðum m
Heimir Hoffritz var á ferðinni í Þorlákshöfn og náði ansi flottari mynd af bátnum og fleiri myndir munu síðan birtast á hans Facebook
færi ég Heimir bestu þakkir fyrir myndina

Jóhanna ÁR áður Sigurari GK mynd Heimir Hoffritz