Ný Jóhanna Gísladóttir GK, hver er Jóhanna?
Það er mikið búið að vera að gerast hjá Vísi ehf í Grindavík undafarin ár eða svo.
Miklar breytingar hafa orðið á bátaflota þeirra. Nýsmíði Páll Jónsson GK og tveir eldri bátar teknir í miklar endurbætur og breytt í línubáta. Fjölnir GK og Sighvatur GK.
Eftir stendur þá svo til flaggskipið þeirra Jóhanna Gísladóttir GK , sem á sér ansi langa og farsæla sögu í útgerð hérna á landi, og að mestu þá sem loðnuskip.
Stærsta breytinginn sem Vísir ehf gerði tengdist einmitt Jóhönnu Gísladóttir ÍS, því í staðinn fyrir að breyta bátnum þá keypti fyrirtækið togarann Berg VE og hann heitir í dag Jóhanna Gísladóttir GK.
Togarinn er smíðaður í Skagen í Danmörku árið 1988, enn var innflutt árið 2005. Er 35.3 m á lengd og 10.5 m á breidd og um borð er 1300 hestafla MAN vél.
Gamla Jóhanna Gísladóttir GK er smíðað á Akranesi árið 1969. Er 57 m á lengd og 8 m á breidd og um borð er 1020 hk vél af wichmann gerð.
Hvaðan kemur þetta nafn Jóhanna Gísladóttir.
Jú það er nefnilega þannig að núverandi eigendur Vísis eru meðal annars þeir bræður Páll Jóhann og Pétur Hafsteins Pálssynir. Afi og Amma þeirra voru Páll Jónsson fæddur 12 desember árið 1904 og lést 25. nóvember 1943, og Jóhanna Daðey Gísladóttir færr 17.janúar árið 1908 og dór 2.júlí árið 1981.
Páll Jónsson átti tvo báta , Fjölnir ÍS 7 sem hann eignaðist árið 1933 og Hilmir ÍS sem var nýsmíði og var smíðaður árið 1943 á Akureyri. Báturinn hafði farið nokkrar ferðir milli Snæfellsnes og Reykjavíkur með vikurfarm fyrir Víkurfjélagið og var báturinn á leið í sína 7 ferð yfir til Arnarstapa þgar það fórst. Um borð í bátnum voru 7 skipverjar og 4 farþegar. Af þessum farþegum þá var 7 ára strákur. Allir um borð fórust. Leitað var af bátnum enn ekkert fannst af honum og voru uppi getgátur um að báturinn hefði farist útaf hernaðarvöldum.
Eftir þetta hörmulega sjóslys þá gerði Jóhanna Gísladóttir út hinn bátinn, Fjölni ÍS, en sá bátur var smíðaður út stáli árið 1922 í Englandi og var með 200 hestafla gufuvél. Sá bátur fórst árið 1945 eftir árekstur við Brekst skip Larids Growe undan strönd Írlands, og með honum fórust 5 menn, enn öðrum 5 var bjargað.
Þau Páll og Jóhanna eignuðust 5 börn og eitt af þeim Páll Hreinn Pálsson sem fæddist 3.júní árið 1932, og lést 16.febrúar árið 2015. Að hann útskrifaðist úr stýrimannaskólanum árið 1953 og sama ár þá kaupir hann bátinn Eldey EA 110 og skírir hann Fjölnir ÍS 177. Þann bát gerði Páll út til ársins 1972 þegar að sá bátur var talinn ónýtur.
Árið 1965 þá kaupir Páll Hreinn ásamt Kristmundi Finnbogasyni og Ásgeiri Lúðvíkssyni fyrirtækið Sævík í Keflavík sem gerði út bátinn Vísir KE 70. og upp frá því þá var útgerðarfélagið Vísir hf stofnað.
Þess má geta að mörg þessara nafna hafa komið fram í bátum á vegum fyrirtækisins. t.d er núna árið 2021 gerður út um 20 tonna línubátur sem heitir Daðey GK og annar svipað stór bátur er gerður út sem heitir Sævík GK.
Vísir hefur ekki gert út marga togara í gegnum tíðina og því verður áhugavert að sjá hvernig nýju Jóhönnu Gísladóttir GK muni ganga þegar togarinn hefur veiðar.