Ný Kristrún RE komin til landsins

Fyrirtækið Fiskkaup í Reykjavík hefur undanfarin ár eða síðan árið gert út báta sem hafa allir heitið nafninu Kristrún RE


fyrsta Kristrún RE var keyptur árið 1995 og hét sá bátur áður Albert Ólafsson KE.

Albert Ólafsson KE

Árið 2008 þá kaupir Fiskkaup nýja bát og fékk sá bátur líka nafnið Kristrún RE enn gamli báturinn 

var þó áfram í útgerð og fékk nafnið Kristrún II RE.  , var sá bátur í útgerð til árið 2011 þegar að honum var lagt

Fyrsta Kristrún RE þ.e.a.s gamli Albert Ólafsson KE var bátur sem veiddi einungis á línu og ísaði aflann um borð,

2008

Kristrún RE sem kom árið 2008 hafði frystibúnað og var hann sendur á grálúðuveiðar á net og hefur síðan báturinn kom árið 2008

stundað grálúðuveiðar í net ásamt því að gera gerður á línu,  Reyndar síðan árið 2018 þá hefur Kristrún RE einungis verður gerður út

á grálúðunet,

Nýr bátur

Núna eru breytingar framundan því að Fiskkaup hefur keypt nýjan bát og er það því Kristrún RE númer 3.

nýi báturinn hét áður Argos Fröyanes, og þar á undan bara Fröyanes.  

Nokkuð sérstakur bátur því að hann er með 2 aðalvélar frammí bátnum en ekki afturí eins og oftast er með svona báta,

Nýja Kristrún RE er svipaður að lengd og gamli báturinn,

er 48,82 m á lengd enn gamli báturinn sem í dag heitir Kristrún II RE er 47,7 metra langur,

Báðir bátarnir eru smíðaðir í Noregi.  Gamli báturinn er smíðaður árið 1988 og sá nýi árið 2001.

aftur á móti er nýji báturinn mun breiðari.  gamli báturinn er 9 metra breiður, enn nýji báturinn er 11 metra breiður.

Um borð í nýja bátnum er samtals 1904 hestafla aðalvélar .  Lestarrými er alls fyrir um 386 tonn af frystum afurðum

Um borð í bátum eru klefar fyrir 25 manna áhöfn.

Nýji báturinn mun þó ekki fara í róður fyrr enn í febrúar á næsta ári, því nú þarf að gera breytingar á honum 

svo hann geti stundað grálúðuveiðar, enn báturinn var áður á veiðum á tannfiski í suðurhöfum og þarf því að setja

búnað til línuveiða í land og breyta því í netabát svo hann geti stundað grálúðunetaveiðar. 

Hérna að neðan má sjá myndir af nýja bátnum og aflafrettir óska Fiskkaup til hamingju með nýja bátinn.












Myndir Gísli Reynisson