Ný Sturla GK 12


Miklar breytingar í gangi hjá 29 metra togbátunum.  

í Vestmannaeyjum þá eru nýir bátar komnir í stað Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE.  

Bergey VE var seld til Grundarfjarðar og heitir þar Runólfur SH,

Vestmannaey VE aftur á móti fékk nafnið Smáey VE og réri með því nafni á vertíðinni 2020,

í Grindavík
en núna hefur báturinn verið seldur og var seldur til Þorbjarnar í Grindavík

Báturinn var tekinn í slipp í Vestmannaeyjum og þar var báturinn málaður í litum Þorbjarnar sem er ljósblátt 

og nýtt nafn kom á bátinn.  Sturla GK 12.

Fyrir á Þorbjörn línubát sem heitir Sturla GK 12 en hann heitir í dag Sturla GK 124.  

Öll áhöfnin á línubátnum Sturlu GK mun færast yfir á nýja bátinn og að sögn Hrannars Jón Emilsonar útgerðarstjóra

Ísfiskshluta Þorbjarnar þá eru kaupin á nýja bátnum til þess að auka sveigjanleika veiðanna með tilliti til markaðarins,

Skipstjóri á nýja bátnum verður Sigurbjörn Guðmundsson

Ekki er vitað hvað verður um gömlu Sturlu GK, en sá bátur var lengi í Vestmanneyjum og hét þá þar Guðmundur VE og var mikið aflaskip

á loðnuveiðum,.

 Hafa áður átt togbát með sama nafni

Það má geta þess að nýi togbáturinn Sturla GK er ekki fyrsti togarinn sem Þorbjörn á sem hefur heitið því nafni.

því að á árunum 1995 til 2004 þá gerði fyrirtækið úr togbát sem hét Sturla GK, enn sá togari sökk á leiðinni til Norega og hét þá Hallgrímur SI 


Aflafrettir óska áhöfn og útgerð Sturlu GK til hamingju með nýja bátinn

Sturla GK mynd Guðmundur Arnar Alfreðsson