Nýi báturinn hjá Nesver ehf Hafdís kominn á veiðar

Útgerðarfélagið Nesver ehf í Ólafsvík hefur um árabil gert út bátinn Tryggva Eðvarðs SH sem er cleopatra bátur 15 tonna.


félagið keypti stálbátinn Hafdísi SU og hann var settur í slipp í sumar þar sem breytingar voru gerðar á honum til þess að koma honum inn í krókakerfið.

það sést nú kanski ekki mikil munur á bátnum en þó nokkur.  

báturinn er nokkru styttri enn hann var, 

Mesta lengd á bátnum var 15,57 metrar og skráð lengd 14,34 metrar,  mældist báturinn þá 68 BT

núna eftir breytingar þá er mesta lengd 14,5 metrar og skráð lengd 13,89 metrar.  og við þessar breytingar þá minnkaði báturinn í brúttótonnum 

því núna mælist báturinn 29,97 BT

Eins og sést á myndum  hérna að  neðan og þá sérstaklega tvær neðsu myndirnar þá er hægt að leika sér með þessar mælingar

því eins og sést aftan á bátnum þá er þilfarið lengra enn báturinn sjálfur

og stefnið framan á bátnum er þannig að það er hægt að taka það af bátnum því mælinginn á bátnum miðast við þverbitann þarna fremst eins og sést ansi vel á neðstu myndinni,

Svo er önnur ansi stór breyting á bátnum sem er að báturinn er skráður SK., en hingað til hafa bátar hjá Nesveri verið skráðir SH. 

eitthvað virðist það vera voðalegt leyndarmál afhverju báturinn er SK, því  enginn vildi svara  því afhvejru báturinn væri skráður SK.

eitt svarið sem ég fékk var " afhverju ætti báturinn að vera SH"??













Myndir Gísli Reynisson 
'