Nýi Sigurfari GK,2019
Það var skrifað nýverið um að gamli Sigurfari GK væri kominn í Þorlákshöfn og heitir þar Jóhanna ÁR ,
náði loksins að taka smá bryggjumyndir af nýja Sigurfara GK, enn segja má að báturinn sé núna kominn aftur " heim". því þegar hann var smíðaður
þá hét báturinn fyrst Happasæll KE og nafnið Happasæll KE sést aftast á bátnum, eins og sést líka á mynd hérna að neðan,
Samhliða nýjum báti þá var báturinn málaður í nýjum litum og merki og sett á bátinn B N. sem stendur fyrir Baldvin Njálsson.
Sigurfari GK hefur hafið veiðar frá Sandgerði og hefur mest komið með um 27 tonn í land í einni löndun
báturinn er að mestu við veiðar undir Hafnabergi á miðunum þar, enn báturinn má ekki veiða inn í Faxaflóa því báturinn er of langur,
Myndir Gísli Reynisson