Nýi Víkingur NS í mokveiði með aðeins 13 bala


Það var ekki bara Dóri á Guðrúnu Petrínu GK sem enduðu árið 2020 vel.

því að Axel skipstjóri á Nýja Víkingi NS sem er mun minni bátur enn Guðrún Petrína GK 

fór út  með aðeins 13 bala.   en þrátt fyrir að hafa ekki farið með fleiri bala

þá var mokveiði hjá honum líka því að báturinn kom í land með allt fullt

aflinn var um 3,5 tonn á þessa 13 bala og það gerir um 270 kíló á bala,

Enginn einn bali fiskaði meira enn annar, og var jöfn veiði á alla balanna

og greinilegt að nóg er að fiski þarna á svæðinu.

bendir til ansi góðrar vertíðar sem framundan erÉg held svo áfram að hvetja ykkur til þess að fara hingað, og láta í ljós ykkar skoðun á hverjir 
Myndir Gísli Reynisson 

Eins og greint hefur verið frá hérna á AFlafrettir þá er Axel kominn með nýjan bát til Sandgerðis.

mun stærri bát sem heitir Gjafar GK.  sá bátur er miklu stærri og burðarmeiri,

sá bátur ræður vel við 36 bala og bara svona til gamans að hefði Axel farið á nýja bátnum 

og lent í sama mokinu með 36 bala þá  hefði báturinn komið í land með tæp 10 tonn.