Nýr aðili í hópinn,2017

Ég er bjartýnismaður,  og það þýðir ekkert annað þegar maður er svona fylgin sér og að láta ekkert stoppa sig í að fylgja eftir áhugamálinu sínu, sem jú eru aflatölur og allt sem því tengist.


þessi síða Aflafrettir er gott afsprengi af því og því er það alltaf gleðiefni þegar að fyrirtæki vilja vera með smá auglýsingar á síðunni.  bæði til þess að kynna sig og líka er það smá stuðningur við síðuna og hennar góða orðspor sem af henni fer.

Fiskkaup ehf í Reykjavík var að detta hérna inn á síðunni og verða á síðunni  í einhvern tíma,

Fiskkaup  er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað árið 1983 enn hóf ekki útgerð fyrr enn 1994 þegar að fyrirtækið keypti Albert Ólafsson KE og skírði hann Kristrún RE.   Sá bátur var gerður út til sirka 2011,  Nýr batur var svo keyptur árið 2008 og er sá bátur ennþá gerður út undir nafninu Kristrún RE.  Hefur Kristrún RE verið  mjög atkvæðamikill á grálúðunetum undanfarin sumur og er þá lúðan fyrst um borð.
Sömuleiðis gerir fyrirtækið úr krókamarksbátinn Jón Ásbjörnsson RE.




Kristrún RE mynd autoline

Jón Ásbjörnsson RE Mynd Vigfús Markússon