Nýr Baldvin Njálsson GK 2019
Þann 30.ágúst árið 2019 þá var skrifað undir smíðasamning um smíði á nýjum frystitogara fyrir Nesfisk í Garði,
þessi dagsetning er afmælisdagur Baldvins Njálssonar sem lést í september árið 2000, en hann fæddist árið 1937, þann 30 ágúst og stofnaði Nesfisk hf ásamt fjölskyldu sinni,
Síðan árið 2005 þá hefur Nesfiskur gert út frystitogarann Baldvin Njálsson GK 400 en þessi togari hét áður Rán HF og þar á undann Otto Wathne NS.
Núverandi Baldvin Njálsson GK er 51,4 metra langur og 11,9 metra breiður,
Nýi Baldvin Njálsson GK mun verða 66,3 metra langur og 15 metra breiður og verður flakafrystiskip, en ekki með mjölvinnslu eða bitaskurðarvél eins og t.d Sólberg ÓF er með.
Nokkuð merkilegt er að nýi Baldvin Njálsson GK mun verða smíðaður á Spáni í skipasmíðastöð sem heitir Armon, en gamli Baldvin Njálsson GK var líka smíðaður í sömu stöð en þá hét skipasmíðastöðin
Santa Domingo og er í Vigo á Spáni.
Áætlað er að nýi togarinn komi til landsins um haustið 2021 og geti því hafið veiðar seint á því árið eða snemma á árinu 2022.
Tölvuteikning af nýja skipinu