Nýr Bárður SH,,2017
Undanfarin ár þá hafa nokkrir netabátar yfir vetrarvertíð ná að fiska í kringum 1000 tonn á vertíð og jafnvel þar yfir.
t.d Þórsnes SH, Erling KE og Hvanney SF.
líka í þeim hópi hefur verið Bárður SH, Bárður SH er nokkuð sérstakur bátur þetta er plastbátur sem er einungis um 30 tonn að stærð.
Á þessari síðu hefur verið skrifað að tími sé kominn á að Pétur útgerðarmaður Bárðs SH fari nú og fái sér stærri bát,
og já loksins er það að gerast því að á íslensku sjávarútvegssýnunginni þá náðust samningar á milli Péturs og Bredgaard Bådeværft sem er dönsk skipasmíðastöð sem sérhæfir sig í að smíða báta úr plasti og hefur gert það síðan 1967. stóru bátarnir þeirra líka frekar út eins og stálbátar fremur enn plastbátar.
nýi báturinn hans Péturs verður miklu stærri enn sá gamli enda kominn tími til að Pétur eignist almennilegan bát. verður hann 25.18 metrar á lengd og 7 metra breiður og ristir 2,5 metra.
áætlað er að smíði bátsins taki eitt ár og verður því vetrarvertíðin 2019 fyrsta vertíðina sem nýi báturinn mun róa á.
hérna að neðan er einn bátur sem þessi danska skipasmíða stöð hefur smíðað. enn þessi bátur er aðeins minni en Nýi Bárður SH mun verða,
Bátur frá Dönsku skipasmíðastöðinni.
Pétur Pétursson útgerðarmaður og Michael Jakobsen, forstjóri Bredgaard Bateværft í Danmörku handsala samninginn Mynd Róbert Róbertsson