Nýr bátur til Blönduós. ,,2017

Það kemur af og til að glænýir bátar fara til veiða og gera það með svo miklum stæl að eftir er tekið.  


við fengum að sjá í sumar að það var handfærabátur á listanum bátar að 8 BT sem hét Onni HU sem var að fiska það vel að hann var aflahæstur í júlí og í ágúst þá var báturinn með aflahæstu bátunum þar.

Sumir stækka 
Það vill oft brenna við í þessum flokki báta að 8 BT að eigendur í þeim flokki stækki báta sína og fari þá jafnvel í báta sem eru 10 til 13 tonn að stærð.

 En þessi stækkar margfalt
enn Guðmundur Erlingsson skipstjóri á Onna og eigandinn af bátnum er ekki á sama  máli.  Hann var nefnilega að kaupa nýjan bát og stækka við sig.  enn hann fór ekkert í þá stækkun sem að ofan er nefnd.  

ó nei.  því hann fór alla leið og keypti dragnótabátinn Svan KE og skírði hann Onna HU með heimahöfn á Blönduósi.  

Guðmundur var áður skipstjóri á Nanoq sem var gerður út frá grænlandi og hann hefur um 20 ára reynslu í veiðum á dragnót.  var t.d með Bjarma HU og Stefán Rögnvaldsson EA,

Onni HU er kominn til Skagastrandar og er tilbúinn til veiða því að veiðarfærin fylgdu með bátnum,

Aflafrettir óska áhöfn og útgerð nýs Onna HU til hamingju með nýjan bát og óskar þeim góðs gengis.


SVanur KE Mynd Guðmundur St Valdimarsson