Nýr bátur til Breiðdalsvík,2016



á Hornafirði var búinn að liggja núna í heilt ár Guðmundur Sig SF sem hafði verið gerður út þaðan.

núna er búið að selja þennan bát og hefur hann fengið nýtt nafn sem og er búinn að landa smá afla.  reyndar ekki miklum,

heitir báturin núna Selnes SU 14 og er heimahöfn á Breiðdalsvik.   Skráður eigandi SU -14 ehf á Breiðdalsvík.  fyrir því fyrirtæki er skráður  Unnsteinn Þrastarson,   Aflafrettir reyndu að hafa samband við hann enn það gekk ekki.

núna þegar hefur báturinn farið í 2 róðra og landað samtals 3,8 tonnum.  Báturinn er kvótlaus enn fékk smá kvóta frá hinum ýmsum smábátum.




Selnes SU 14 Mynd Gísli Reynisson