Nýr bátur til GPG. Háey I ÞH 295


GPG á Húsavík, Raufarhöfn og Bakkafirði er búið að standa í ansi miklum breytingum á útgerðarmálum sínum síðustu 2 ár.

byrjaði með þegar að þeir kaupa nýja bát fyrir Hörð Björnsson ÞH og er nýi báturinn Jökull ÞH.

Samhliða útgerð Jökuls ÞH þá hefur GPG gert út nokkra minni báta sem að mestu hafa verið á beitningavélaveiðum

Hefur fyrirtækið gert út Háey II ÞH,  Halldór NS og Lágey ÞH.

Lágey ÞH strandaði mjög illa og eyðilagðist  í nóvember árið 2019 þegar að báturinn var á reki og skipstjórinn sofnaði um borð og

strandaði báturinn  í Þistilfirði.  Reyndar hafði báturinn strandað áður, því árið 2010 þá strandaði báturinn við Héðinshöfða

enn náðist á flot þá og skemmdir voru ekki það miklar á bátnum.   í strandinum í nóvember 2019 þá var báturinn á endanum 

dæmdur ónýtur.

Í framhaldi af því þá ákvað GPG að láta smíða nýjan bát í staðinn fyrir lágey ÞH og var sá báturinn smíðaður hjá Viking á Esjumeslum.

Esjumelar er nokkuð upp í landi og hvergi nálægt sjó og þurfti því að fá dráttarvél frá Skipasmíðastöð Njarðvík og vagninn sem hann dregur 

sem kallast gullvagnin og sækja nýja bátinn og setja hann á flot við Geldinganes.

Nýi báturinn heitir Háey I ÞH 295 og mælist tæp 30 tonn.  skráð lengd er 13.24 metrar og mesta lengd 13,74 metrar breidd 5,5 metrar.

núna er á Háey II ÞH um 1100 tonna kvóti og ekki er ljós núna hvort að GPG muni gera út báða bátanna eða láta Háey I ÞH veiða kvótann

sem er á Háey II ÞH.



























Mydnir Gísli Reynisson