Nýr bátur til Grindavíkur


Stakkavík ehf í Grindavík hefur í gegnum tíðina verið með mjög marga báta á sínum snærum, 

og eiga nóg af bátum í dag þó þeir séu ekki allir gerðir út,

núna hefur Stakkavík ehf bætt við einum báti í sinn flota og það er nú bara ansi stór og mikill bátur,

 Katrín SH
fyrirtækið keypti bátinn Katrínu SH, en þessi bátur var smíðaður árið 2000 og hefur alla sína tíð heitið Katrín

og hefur einungis stundað  netaveiðar öll þessi ár eða þangað til í lok mars árið 2017.  síðan í lok mars 2017 þá hefur 

báturinn engum afla landað.

og þessi bátur ásamt gamla Bárði SH réru lengst af frá Arnarstapa, en skipstjórinn á Katrínu SH hét Rafn 

og hann fiskaði ansi vel á þennan bát og lét meðal annars lengja bátinn árið 2008


Nýtt nafn 
Katrín SH mun fá nafnið Hópsnes GK 77, en það nafn er mjög þekkt í flota Stakkavíkur en ansi margir bátar hafa 

heitið því nafni hjá Stakkavík og nafnið sjálft á sér ansi langa sögu í útgerð í Grindavík,

báturinn mælist um 30 tonn og er með gríðarlega stóra lest.  tekur um 18 stór kör í lestina eða um 8 til 9 tonn af fiski í lestina.

Ívar Þór Erlendsson mun verða skipstjóri á bátnum en hann réri í haust á Alla GK og gekk mjög vel á bátnum 

og með honum mun Ragnar Þór Georgsson róa en hann á bátinn Söru KE.

Þegar ég kíkti við í Grindavík 30.des þá var allt á fullu við að klára og ráðgert er að báturinn verði klár til veiða strax eftir 

áramótin.  

Bæði Ragnar og Ívar hlökkuðu mikið til að fara að róa á bátnum enda er þetta stór og mikill bátur.



Ég held svo áfram að hvetja ykkur til þess að fara hingað, og láta í ljós ykkar skoðun á hverjir 









Myndir Gísli Reynisson