Nýr bátur til Noregs.. númer 1,2016
Hérna kemur stutt lýsing á bát sem við vorum að afgreiða til Frøya í Noregi. Frøya er eyja rétt fyrir utan Þrándheim. Þessi bátur verður útbúinn til krabba og netaveiða. Kjell Nilsen útgerðarmaður frá Frøya í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Kjell verður jafnframt skipstjóri á bátnum. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Frida. Báturinn mælist 11brúttótonn. Frida er af gerðinni Cleopatra 33. Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6CX 400hö tengd ZF286IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og Simrad. Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu að framan tengdri sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til veiða á töskukrabba með gildrum og netaveiða. Netaveiðibunaður og gildruspil eru frá Hydema. Á dekki er krani af gerðinni Fassi. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12stk 380L kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. |