Nýr bátur til Þórshafnar,,2017

Fyrir ekki svo mörgum dögum síðan þá kom til Þórshafnar á Langanesi nýr bátur sem var keyptur þangað allaleið frá Rifi.  Útgerðarfyrirtæið Fles ehf á Þórshöfn keypti Reynir Þór SH frá Rifi sem hafði ekki róið síðan í maí árið 2016.


Á þórshöfn þá fékk báturinn nafnið Dagur ÞH , enn þetta nafn Dagur ÞH er mjög þekkt nafn á báti frá Þórshöfn.  má rekja þetta nafn á báti aftur til ársins 1968 þegar að bátur með því nafni var gerður út frá Þórshöfn,

skipstjóri á nýja bátnum á Þórshöfn er Jóhann Ægir Halldórsson.  og má segja að hann byrji ansi vel á bátnum,

því nú þegar er báturinn búin að landa 12 tonn í 3 rórðum og mest tæp 5 tonn í róðri.   Báturinn er á listanum bátar að 15 BT í sept.  og sjá má að hann er í sæti númer 32 á sínum fyrsta lista,

Aflafrettir óska áhöfn og útgerð til hamingju með nýjan bát.


Dagur ÞH kemur til Þórshafnar úr fyrstu veiðiferð sinni.  Mynd langanesbyggd.is