Nýr bátur til Sandgerði,,2019
Fyrr á þessu ári þá seldi Blikaberg ehf bátinn Huldu GK Austur á land og heitir báturinn þar Hafrafell SU.
Blikaberg ehf er í eigu Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns og faðir hans Sigurður Aðalsteinsson.
Síðan Hulda GK var seldur þá hefur Blikaberg ehf gert út bátinn Alla GK en hann hefur að mestu verið gerður út frá Austfjörðum enn hefur fiskað lítið,
núna hefur fyrirtækið bætt við sig nýjum báti,
og er það bátur sem á sér nokkuð mikla tengingu við Suðurnesin,
báturinn var smíðaður árið 2004 og hét fyrst Dúddi Gísla GK og var gerður út frá Grindavík,
þaðan fór hann til Hafnarfjarðar í um 4 ár og hét þá Ólafur HF:
síðan til Sandgerðis og hét það Pálína Ágústdóttir GK og var þar í um 6 ár, þangað til hann var seldur til Skarfakletts og fékk nafnið Arney BA,
núna hefur semsé báturinn aftur verið seldur til Sandgerðis og heitir í dag Guðrún GK 47.
Búið er að ráða skipstjóra á bátinn og er það Emanúel Magnússon sem áður var skipstjóri á Álf SH.
Búið er að ráða áhöfn á bátinn og kemur hún frá Ólafsvík og Reykjavík.
Báturinn mun byrja róðra frá Skagaströnd enn færir sig síðan suður á bógin þegar líður á árið.
Arney BA núna Guðrún GK