"nýr" bátur til Sandgerðis.
í gegnum tíðina og það má horfa ansi mörg ár aftur í tímann þá hafa ótrúlega margir bátar verið með skráningu sína í Sandgerði
og núna hefur " nýr" bátur bæst í hóp báta skráða í Sandgerði
þessi skráning á bátnum er reyndar nokkuð merkileg
því að þessi bátur réri frá Sandgerði í hátt í 30 ár og var með áhöfn sem var einungis með Sandgerðingum
enn báturinn var þó aldrei skráður þar, heldur var hann Njáll RE,
Eftir að báturinn var seldur þá fékk hann skráninguna Njáll ÓF, og Njáll HU
enn núna er báturinn má segja kominn " heim" aftur og hefur fengið skráninguna Njáll GK 63 heimahöfn í Sandgerði,
ástæða þessara skráningu er sú að Sigurður Aðalsteinsson og fiskvinnsla hans sem að sonur hans fótboltamaðurinn
Gylfi Sigurðsson á hlut í hafa leigt bátinn til dragnótaveiða
eins og sést á myndunum þá er ekkert verið að henda óþarfalega miklu magni af málingu á bátinn,
neðan við sjólínu var málað enn svo var bara skellt smá slikju á bátinn til þess að mál GK 63 og Sandgerði á bátinn,
Myndir Gísli Reynisson