Nýr bátur til Sandgerðis, ,2019

Það eru nokkuð mikið um það að  menn eða fyrirtæki séu að kaupa báta og skrá þá í Sandgerði,


og nýverið þá var bátur keyptur til SAndgerðis sem mun fá nokkuð sérstakt verkefni,

Íslandsbersi HF var seldur á dögunum til Sandgerðis og fékk þar nafnið Birna GK 

Kristinn Guðmundsson  úr sandgerði keypti bátinn og hefur hann róið á bátnum ásamt 

syni sínum honum, Jónas Sigurður KRistinsson.  

Jónas réri meðal annars á Lindu GK núna í sumar á makríl og gekk mjög vel þrátt fyrir að 'Linda GK hafi verið einn minnsti makrílbáturinn,

Birna GK mun fara á nokkuð sérstakar veiðar,

því meininginn er að gera bátinn út á handfæraveiðar allt árið og þá aðalega veiða ufsa í kringum Eldey og á svæðinu þar í kring, þó með smá pásu þegar að farið verður á makrlíl. 

á sínum tíma þá voru tveir af þekktustu handfæraköllum landsins að róa ár eftir ár á þessi mið.  

þeir Svanur á Birgir RE og Stjáni á Skúmi RE. 

Kristinn réri líka þarna á ufsann fyrir um 30 ár síðan á báti sem hann átti sem hét Hergilsey NK.

Ufsanum mun verða landað hjá Nesfiski 

og hefur Birna GK farið núna í 3 róðra og landaði um 2 tonnum,

Bæði Kristinn og Jónas eru hæstánægðir með bátinn enn hann hefur feikilega mikið dekkpláss  og er mjög góður sjóbátur 

enn í svona veiðar þarf nokkuð góðan og öflugan bát því þetta veiðisvæði er  nokkuð langt úti frá Sandgerði,

Það má geta þess að Aflafrettir tóku myndband af Birnu GK koma til hafnar í Sandgerði 


Aflafrettir óska eigendum til hamingju með bátinn og óska þeim góðs gengis






Myndir og myndband Gísli reynisson