Nýr bátur til Sandgerðis, ,2019

Nýverið þá var keyptur bátur til Sandgerðis , Bátur sem íbúar á Rifi ættu að kannast mjög vel við.


því þessi bátur var þar lengi og hét þar Særif SH , var með því nafni í um 10 ár.

þangað til að Skarfaklettur ehf kaupir bátinn og skírir hann Elín BA 58.  

Undir því nafni þá réri báturinn á línu snemma á þessu ári .

Báturinn var tekinn í slipp í sumar og sinnt ýmsu viðhaldi á bátnum auk þess sem að skipt var um lit á bátnum.

Særif SH hafði verið með smá bláan lit , en honum var skipt út fyrir rauðan,

og nýtt nafn komið á bátinn.  Óli G GK 50,

Stellar Seafood ehf í Sandgerði  keypti síðan bátinn af Skarfakletti og er báturinn núna komin til Sandgerðis 

Stellar Seafood ehf er í eigu Sigurðar Aðalsteinsonar og er Ólafur Már Sigurðsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

bróðir Ólafs er Gylfi Sigurðsson fótboltamaður 






Myndir Gísli Reynisson