Nýr bátur til Sandgerðis,,2018
í hátt í 30 ár þá var Karl Ólafsson skipstjóri á bátum sem réru frá Sandgerði. lengst af með Örn KE sem núna heitir Ásdís ÍS og er að gera góða hluti á dragnótinni frá Bolungarvík,
Eftir að Örn KE var seldur til Bolungarvíkur þá tók Karl við skipstjórn á dragnótabátnum á MAggý VE frá Vestmannaeyjum,
í dag þá kom til Sandgerðis nýr plastbátur sem heitir Gréta GK 13 og er það nýi báturinn sem Karl var að kaupa,
ÞEssi bátur er ekki gamall, var smíðaður árið 2012 og var á Bíldudal og hét þar Dynjandi BA,
Karl sagði í stuttu samtali við Aflafrettir að hann myndi dunda sér á strandveiðunum á bátnum og myndi hendast á skak í fríunum á vertíðinni
Gréta GK er 5,11 tonn af stærð og er um 8 metra langur,
Gréta GK mynd Karl Ólafsson