Nýr bátur til Sandgerðis,2018

Útgerðarfélagið Blikaberg ehf sem er í eigur Sigurðar Aðalsteinssonar og son hans Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns er kominn með ansi öfluga fiskverkun í Sandgerði,


og ef efsta myndin að neðan er skoðuð þá má sjá húsnæði Fiskmarkarðs Suðurnesja í baksýn og þar hægt meginn sést í grátt hús.  það hús er fiskverkunarhúsið sem að félagið á,

Blikaberg ehf hefur gert út Huldu GK  með góðum árangi núna í ár

og bætti nýverið við nýjum báti.  Kolbeinsey EA sem hefur verið gerður út frá Grímsey í ansi mörg var keyptur og fékk hann nafnið

Alli GK 37 og er skráður í Sandgerði

Róbert Georgsson tók við skipstjórn á bátnum , enn hann er þekktari fyrir að vera skipstjóri og eigandi af Ragnari Alfreðs GK 

Eins og sést á myndunum þá er búið að byggja yfir bátinn og það gerði Robbi sjálfur eins og er kallaður um borð í bátnum er rekkakerfi, og er stokkað upp í landi,

Alli GK hefur hafið róðra enn ekki hefur vel viðrað til róðra en Alli GK hefur þó náð að kroppa upp um 5 tonn í 3 róðrum, og þegar þetta er skrifað þá er Alli GK á sjó.








Myndir Gísli Reynisson