Nýr bátur til Sauðárkróks
í gegnum tíðina þá hafa þónokkuð margir bátar verið gerðir út á dragnót sem hafa haft
umdæmisstafina SK.
SK bátarnir voru að mestu einungis á veiðum inní Skagafirðinum, en núna er sá fjörður opinn fyrir alla því fyrir nokkrum árum síðan
þá voru lögum breytt um dragnótaveiðar og svæðin tekin af.
núna í haust þá hafa þónokkrir SH bátar komið norður til veiðar til dæmis, Steinunn SH, Gunnar Bjarnason SH og Bárður SH.
núna hefur bæst í þennan hóp nýr bátur sem hefur verið leigður til Sauðárkróksþ
FISK seafood á Sauðárkróki hefur tekið á leigu í eitt ár, dragnótabátinn Hafborgu EA frá Grímsey, enn báturinn heitir núna Hafdís SK 4.
Þessi bátur var smíðaður á Ísafirði árið 1998 og hét fyrst STapavík AK, fékk Hafborg EA nafnið árið 2005 og var gerður út með því nafni til 2020
þegar að nýr bátur kom í staðinn fyrir þennan bát.
Áhöfnin á Lundey SK mun færast yfir á Hafdísi SK, enn skipstjórinn á Hafdísi SK er Ásbjörn Óttarson, en hann var líka skipstjóri á Lundey SK,'
með honum verða Helgi Rafn Viggósson og Guðmundur Níels Erlingsson.
ÞEss má geta að framkvæmdastjóri FISK er Friðbjörn Ásbjörnsson og hann er sonur Ásbjarnar.
Hafdís SK er nú þegar búinn að fara í einn róður og kom í land með 3,5 tonn og var ýsa af því um 1,7 tonn.
Aflafrettir óska áhöfn og útgerð til hamingju með bátinn.
Ásbjörn skipstjóri í brúnni á Hafdísi,
Myndir Þorgrímur Ómar Tavsen
Hafdís SK Mynd Þorgrímur Ómar Tavsen