Nýr bátur til Skagastrandar

Það er farið að fjölga aðeins bátunum núna á Skagaströnd því að núna eru komnir þangað nokkrir línubátar


að sunnan sem munu róa þaðan fram á haust

einn af þeim bátum sem er kominn þangað er reyndar nýr bátur sem var keyptur til Skagastrandar

og nokkuð merkilegt er að fyrirtæki sem á þann bát á fyrir annan bát og báðir eiga tengingu til Sandgerðis,

Línubáturinn Von GK var lengi gerður út frá Sandgerði enn vék síðan fyrir stærri báti og var seldur til Suðureyrar

þar sem báturinn fékk nafnið Von ÍS og kom í staðinn fyrir Einar Guðnason ÍS sem strandaði og eyðilagðist,

núna er báturinn kominn til Skagastrandar og heitir þar áfram Von , enn er orðin Von HU 170

Eigandinn er útgerðarfyrirtækir Arabella ehf enn þeir eiga annan bát fyrir sem heitir

Bergur Sterki HU, og sá bátur á líka tengingu til Sandgerðis því að báturinn  var smíðaður í Sandgerði

Arabella ehf hefur haft Berg Sterka HU á línu, grásleppu og færum, enn Von HU er einungis gerður út á línu,

og hefur báturinn hafið róðra undir þessu nafni Von HU, og kom með 8,4 tonn í land úr fyrstu löndun sinni


Von GK mynd Suðureyrarhöfn


Bergur STerki HU mynd Þorgeir Baldursson