Nýr bátur til Stykkishólms,2016

Það eru ekki margiar bátar sem hafa stundað ígulkerjaveiðar að jafnaði undanfarin ár.  útgerðarfélagið Þórishólmi í Stykkishólmi hefur síðan árið 1996 gert út bát sem hafa heitir Fjóla SH,  fyrst var sá bátur eikarbátur, enn árið 2008 þá keypti félagið stálbátinn sem er Fjóla SH í dag.  ( sá bátur var reyndar lengi gerður út í Sandgerði undir nafninu Jón Garðar KE).


Við ferð mína í stykkishólm núna um daginn þá rak ég augun í að annar stálbátur var kominn í stæðið framan við Fjólu SH,  og var þar gamla Sjöfn EA.  Sem í dag heitir Sjöfn SH 707.  Er þetta þar með þriðji báturinn sem Þórishólmi á enn auk þess á félagið Önnu SH
Þetta vakti forvitni mína því Sjöfn EA var búinn að vera á söluskrá í nokkur ár.  

Gunnar Víkingsson eigandi af Þórishólma sagði í samtali við AFlafrettir að hann hefði keypt Sjöfn SH í maí síðastliðnum.  báturinn er nokkuð stærri enn Fjóla SH, hún mælist 15 tonn enn Sjöfn SH 23 tonn,

sömuleiðis er stærri vél í nýja bátnum enn Fjólu SH.  400 hestafla vél samanborið við 260 hestafla vél í Fjólu SH.

Fyrsta verkefni nýja bátsins verður tilraunaveiðar á Hörpuskel enn Hafrannsóknarráðuneytið hefur gefið út sirka 700tonna kvóta  til tilraunaveiða og mun Hannes Andrésson SH og Sjöfn SH veiða þann kvóta,

Gunnar silgdi bátnum heim til Stykkishólms og þeir fengu blíðu alla leiðina þannig að það reyndi ekki á sjóhæfni bátsins.  enn Gunnar þekkti þessa seyðisfjarðarsmíði vel því hann var skipstjóri á bátnum sem í dag er Nökkvi ÁR.
Mjög góðir bátar.



Sjöfn SH og Fjóla SH.  sést þarna mjög vel hversu lengri Sjöfn SH er , enn Fjóla SH er þó breiðari.




Myndi Gísli Reynisson