Nýr bátur til Suðurnesjabæjar, Margrét GK,2019
Síðan árið 2007 þá hefur bátur verið gerður út í Sandgerði sem hefur heitið Von GK 113. sá bátur er 15 tonna trefjabátur og er í eigu útgerðarfélag Sandgerðis
Von GK hefur stundað línuveiðar með beitningavél öll þessi ár og hefur rekstur bátsins gengið nokkuð vel og báturinn verið að fiska í kringum 1000 tonnin ár hvert,
Nesfiskur í Garði keypti útgerðarfélag Sandgerðis fyrir um ári síðan og eitt af þeirra fyrsta verkefnum var að láta smíða nýjan bát í staðin fyrir Von GK,
og hann er kominn. og heitir Margrét GK 33.
báturinn er Viking bátur og er samskonar og Vigur SF, nema hvað að Vigur SF er 30 tonna bátur, en Margrét GK er 21 tonna bátur um 13,2 metra langur,
nafnið á bátnum kemur frá Bæjarskerjum í Sandgerði, en Bæjarsker í Sandgerði tengjast ansi mikið fyrirtækinu Nesfiski, og t.d er nafnið Siggi Bjarna GK frá Bæjarskerjum,
Allur kvótinn sem er á Von GK mun færast yfir á Margréti GK eða um 1100 tonna kvóti,
AFlafrettir óska áhöfn og útgerð til hamingju með nýjan bát.
Margrét GK myndir Gísli Reynisson