Nýr Björn EA til Grímseyjar

Það er ekki mikið um það núna árið 2022 að einstaklingar eða fjölskylduútgerðir séu að láta smíða nýja báta fyrir sig. 


enn það gerðist þú núna í vetur því að fyrirtækið Heimskautssport ehf sem að Sigurður Henningsson ásamt bræðrum sínum og fjölskyldum eiga,

þetta fyrirtæki tekur Fiskmarkað Grímseyjar sem og gerir út þrjá báta.  Kvikur EA 20, Gísla EA ( sem að Fiskmarkaðurinn gerir út) og 

síðan netabátinn Björn EA

Björn EA með skipaskrárnúmerið 2655 hefur verið gerður út frá Grímsey síðan árið 2005 og hefur reynst þeim mjög vel.

Björn EA var gerður út á línu frá 2005 og alveg til ársins 2016, ( reyndar líka í millitíðinni aðeins farið á grásleppu og færi)

enn árið 2016 þá fór báturinn yfir á netin og hefur síðan útgerðin haldið sig við netin,

og meira segja hefur gamli báturinn farið á grálúðunet, enn staðsetning Grímseyjar var ansi góð í að fara á grálúðuveiðar.


Fyrirtækið fékk núna afhentan nýja bát sem heitir Björn EA og sá bátur er aðeins stærri enn sá gamli, eða 19 BT en sá gamli var 14,47 bt

Nyi báturinn er Cleopatra 44 bátur enn sá gamli var Cleopatra 38 bátur

nýi báturinn er um 1,5 metrum lengri enn sá gamli eða 12,99 metra langur og tekur í lestina 15 kör, 660 lítra og tekur því um 10 tonn í lestina,

Lestarlega séð er munurinn á bátunum ekki það mikill, enn dekkpláss og vinnuaðstaða verður mun betri í nýja bátnum .

Báturinn er kominn til Grímseyjar og nú er verið að gera bátinn kláran til veiða, og fer á ufsann, enn undanfarin haust

þá hafa nokkrar fréttir verið skrifaðar hérna á Aflafrettir um góða netaveiði hjá bátnum 

og til að mynda þessi frétt hérna sem er ársgömul.

Aflafrettir óska eigendum og áhöfn bátsins til hamingju með nýjan bát og ætli ég þurfi ekki að fara að undirbúa mig í að skrifa frétt um mokveiði hjá ykkur




Björn EA mynd Sigurður Henningsson










Myndir Gísli Reynisson