Nýr Egill ÍS 77,,2017
Einhver óskemmtilegasta lífsreynsla sem sumir sjómenn þurfa að berjast við er þegar eldur verður laus um borð í báti þeirra.
Stefán Egilsson skipstjóri og útgerðarmaður dragnótabátsins Egil ÍS lenti í þessum atburði þegar mikill eldur kom upp í Agli ÍS. svo mikill var eldurinn að báturinn var dæmdur ónýtur
Ekki þurfti Stefán að leita langt eftir öðrum dragnótabát því í Bolungarvík þá var þar til sölu Ásdís ÍS sem var hættur að róa eftir að útgerðin sem á Ásdísi ÍS keypti Örn GK og skírði hann Ásdís ÍS ,
Stefán sildi nýja Egil ÍS til Þingeyrar í dag þar sem hann mun verða gerður út,
Þess má geta að Egill ÍS og Esjar SH eru systurbátar,. enn á meðan að Esjar SH hefur haldið sama nafni í ansi mörg ár , þá er Egill ÍS búinn að hafa nokkur nöfn. t.d Egill ÍS. Ásdís ÍS og Valgerður BA svo dæmi séu tekinn,
AFlafrettir óska áhöfn og útgerð innilega til hamingju með nýjan bát,
Nýi Egill ÍS siglir inn til Þingeyrar. Myndir Halldór J Egilsson