Nýr Erling KE.
Núna árið 2022 þá eru mjög fá fyrirtæki sem gera út báta einungis til netaveiða.
ef miðað er við báta sem gera út á netum allt árið þá er það helst Hólmgrímur Sigvaldason með bátanna sína þrjá, Halldór Afa, Maron GK og Grímsnes GK
síðan hefur Vinnslustöðin í Vestmanneyjum gert út Kap VE til netaveiðar, enn hann reyndar stoppaði í sumar,
og síðan er það Saltver ehf í Njarðvík.
Það fyrirtæki á sér mjög langa sögu í útgerð og þá aðalega báta með nafninu Erling KE.
þeir hafa verið nokkrir og ef við byrjum á þessari öld, þá voru þeir fyrst með gamla Höfrung II GK (sknr 120)frá Grindavík sem hét Erling KE og þeir gerðu þann bát út
til 2003 þegar að þeir keyptu Óla á Stað GK ( sknr 233) sem lengi var Skírnir AK frá Akranesi,
Sá bátur fékk nafnið Erling KE og var gerður út allt fram til áramótanna 2021-2022, enn þá kom upp mikill eldur í bátnum, og skemmdir urðu það miklar
að báturinn var dæmdur ónýtur, og fór á endanum í brotajárn.
þá vantaði bát strax, og þá vildi svo heppilega til að Hólmgrímur átti í geymslu í slippnum í Njarðvík bátinn Langanes GK, sem lengi var Hringur GK og síðan Grundfirðingur SH.
sá bátur er búinn að vera gerður út allt þetta ár undir nafninu Erling KE og hefur gengið vel á bátnum.
Hugur Saltvers stóð þá í að finna annan bát og núna hefur fyrirtækið keypt bátinn Mars RE, sem á sér ekki langa sögu hérna á íslandi í útgerð,
sá bátur er nokkuð styttri enn hinir bátarnir, aðeins 29 metra langur. til samanburðar þá var 233 Erling KE 40 metra langur. og núverðandi Erling KE er 35 metra langur.
Báturinn var í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og kom til íslands árið 2019 og var gerður út á grálúðu í net, enn einungis í nokkra mánuði árið 2019, hefur síðan legið í Reykjavík
Báturinn er núna í slipp í Reykjavík enn mun verða færður til Njarðvíkur í slippinn þar og þar mun bátnum verða breytt í netabát eins og Saltvers menn vilja hafa bátinn,
Ef allt gengur upp þá mun Nýi Erling KE sem er smíðaður árið 1988 því hefja veiðar á vertíðinni 2023.
Sólborg RE nýji Erling KE Mynd Gísli Reynisson
Núverandi Erling KE áður Langanes GK mynd Gísli reynisson