Nýr Erling KE 140

Hérna á Aflafrettir hefur verið greint frá örlögum Erlings eftir bruna og síðan hvað gerðist í framhaldinu,


enn í stuttu máli sagt þá kom upp eldur í Erling KE  um áramótinn og báturinn í altjóni og fer ekki meira á sjóinn.  í framhaldinu 

þá fór Saltver að leita af öðrum báti og svo heppilega vildi til að Hólmgrímur útgerðamaður Grímsnes GK, Marons GK og Halldórs AFa GK átti 

í geymslu í Njarðvíkurslipp, netabátinn Langanes GK,

hlutirnir gerðust fljótt því Langanes GK var settur á flott og á endanum þá keypti Saltver bátinn og var hann gerður klár 

skipt um nafn á bátnum og heitir hann í dag Erling KE 140,

Kaupverð bátsins er trúnaðarmál.  

Báturinn kom úr sínum fyrsta róðri sínum í dag 24.jan enn um var að ræða prufutúr þar sem að Dóri skipstjóri og áhöfn hans

á Erling KE var að prufa bátinn og hvort allt virkaði.  Túrinn gekk vel og allt virkaði enn aflinn ekki mikill aðeins um 2,5 tonn.

Eins og menn hafa tekið eftir þá er búið að vera endalausar brælur núna í janúar og netabátarnir frá Suðurnesjunum 

lítið sem ekkert getað róið, enn vonandi fer það að lagast svo að þeir Erlings menn geti nú byrjað að veiða kvóta sinn,

Þess má geta að þessi bátur er þriðji báturinn á þessari öld sem heitir Erling KE.  fyrst var það bátur númer 120 sem var Erling KE 

enn sá bátur var lengi Höfrungur II GK 27, og varð Erling KE árið 1995 til 2003.  þá tók við bátur númer 233 sem  brann núna um 

áramótinn og þessi bátur er fyrsti Erling KE sem er rauður, enn eftir vertíðina þá mun verða breytt um lit á bátnum.

Myndband var tekið af bátnum koma til Njarðvíkur
















Myndir Gísli Reynisson