Nýr frystitogari til Noregs. Magne Arvesen
Norðmenn eru ansi duglegir í að smíða ný skip, og skiptir þá ekki máli hvernig þau eru.
t.d litlir 12 metra bátar eða upp í stór uppsjávarskip eða frystitogarar
núna fyrir stuttu síðan þá var afhentur nýr frystitogari til fyrirtækisins Engenes Fiskeruselskap A/S
þetta fyrirtæki rekur sögu sína allt aftur til ársins 1856.
Togarinn heitir Magne Arvesen TF-2-I og heitir eftir Magne Fritjof Arvesen
sem dó árið 1994. hann ásamt konu sinni Vivi lagði grunn að fyrirtækinu eins og það er í dag
Nýi togarinn er 69,9 metra langur og 16 metra breiður
vélin í honum er Bergen Disel vél sem líka getur gengið fyrir gasi. týpunúmer B 33:45
ansi stór vélin eða 7344 hestöfl og auk þess eru tvær ljósavélar um borð í skipinu
Togarinn er smíðaður hjá Astilleros Gondán á Spáni
skipið er með klefa fyrir alls 29 manns og eru vinnslulínur fyrir hvítfisk eins og t.d þorsk, og líka rækju
lestin er um 1400 rúmetrar,
Mynd Anton Sævík
Mynd Vida Vika