Nýr frystitogari til Noregs. Sunderöy.

Norðmenn eru ansi duglegir í að endurnýja skipin sín ,


Núna fyrir nokkrum dögum síðan þá var afhentur í skipasmíðastöðinni Gondan á Spáni,  nýr frystitogari til fyrirtækisins Prestfjord AS í Noregi,


það fyrirtæki var stofnað árið 1972 og gerir í dag út 4 frystitogara.  Prestfjord.   Hölmöy,  Langöy og Sunderöy, um 180 manns starfa hjá fyrirtækinu.  

Gamli Sunderöy
Núverandi Sunderöy var smíðaður á Spáni árið 2004 og er smíðaður í sömu stöð og nýi togarinn sem heitir líka Sunderöy.

Gamli Sunderöy er 56,2 metra langur og 14 metra breiður og hefur 6000 hestafla vél af Bergen gerð .  lestarrými uppá 740 m3,

 Nýi togarinn. 
nýi togarinn er mun stærri eða 77,3 metra langur og 17 metra breiður,

Vélin í honum er gríðarlega stór eða 9700 hestöfl og er líka Bergen,

lestarrýmið í skipinu er 2250 rúmetrar.

Nýi togarinn er með 350 kílówatta rafhlöður sem verða notaðar þegar skipið er á  hægri siglinu enn þá getur skipið silgt á rafmagni.

Klefar eru um borð fyrir 29 manns í skipinu,

Byrjað var að hanna skipið árið 2017 og er skipið sérstaklega styrkt til siglinga í ís og er með DNV flokkun varðandi ís siglingar

nýja skipið kostar um 5,9 milljarða króna,


Sunderöy Mynd Christian Lockert Andreassen




Myndir Prestfjod