Nýr Glaður SH til Ólafsvíkur

það er nú ekki mikið að nýir bátar eru smíðaðir til einstaklingsútgerða á íslandi


árið 2023 þá voru reyndar tveir bátar afhentir sem báðir voru smíðaðir í Trefjum í Hafnarfirði.
Fyrri báturinn heitir Research GK , enn hann réri lítið sem ekkert árið 2023,  fór aðeins í 
eina sjóferð

hinn báturinn var afhentur rétt fyrir jólin 2023, og sá bátur fór til Sverrisútgerðarinnar í Ólafsvík.

en sú útgerð á sér nokkuð langa sögu í Ólafsvík.    hefur gert út tvo báta. Sverrir SH og Glað SH

Nýi báturinn heitir einmitt Glaður SH og kemur í stað báts með sama nafni, enn sá bátur heitir í dag Svipur ÍS 83.

Báðir Bátarnir eru í sama flokki hérna á Aflafrettir ,það er að segja bátar að 13 BT, enn munurinn á bátunum er þó talsverður.

Gamli Glaður sem er með sknr 2384 var 9,6 metra langur og 3 metra breiður og mældist 8,5 tonn.  

Nýi Glaður SH er 10 metra langur og 3,6 metra breiður og mælist 11 tonn af stærð.

Nýi Glaður SH hóf veiðar 22.desember 2023, og fyrsta löndun bátsins var 296 kíló á færum.

Og þar sem ég á aflatölur aftur í tímann þá má geta þess að gamli Glaður  SH
að hann hét fyrst Glaður BA og hóf veiðar í nóvember árið 1999 og fór á línu 
og byrjaði ansi vel, 16,1 tonn í 6 róðrum , mest 4,9 tonn í einni löndun.

Hérna að neðan eru nánar upplýsingar um bátinn 
og´ óska Aflafrettir útgerð og áhöfn Glaðs SH til hamingju með nýja bátinn.




Sverrisútgerðin ehf í Ólafsvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Gísli Marteinsson verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn heitir Glaður. Báturinn er 9.9m metrar á lengd og mælist 11brúttótonn.

Báturinn leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni sem þjónað hefur útgerðinni dyggilega frá því í árslok 1999.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni John Deere 6090  550hö tengd ZF286IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno/MaxSea frá Vestan ehf í Grundarfirði.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn verður útbuinn til Neta, línu og handfæraveiða.  Handfærarúllur eru frá DNG.

Lest bátsins rúmar 8stk 660lítra fiskikör. 

 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Báturinn er vel búinn tækjum.  Demparastólar í brú fyrir skipstjóra og háseta og Í lúkar er fullbúin eldunaraðstaða og svefnpláss fyrir tvo.



Glaður SH mynd Trefjar.is