Nýr Ilvileq komin til hafnar, áður Þerney RE

Árið 2017 þá ákvað stjórn HB Granda að fara í útboð um smíði á nýrri Þerney RE 1 sem átti að koma í stað fyrir þáverandi Þerney RE 1, en báðir 
eru frystitogarar.  Samið var við skipasmíðastöðina Astilleros Armon  á Spáni um smíði á nýja togaranum,

í kjölfarið þá var allri áhöfn gömlu Þerneyjar RE 1 sagt upp störfum í lok árs 2017.  

Byrjað var að smíða nýju Þerney RE 1 en seint á árinu 2018 þá var nýsmíðin seld til Grænlands  til dótturfélags Brims á Grænlandi sem er í 100% eigu Brims

Það fyrirtæki átti fyrir annan frystitogara sem hét Ilvileq og sá togari var seldur til Rússlands árið 2019.

Nýi togarinn sem átti að vera Þerney RE 1 kom til Reykjavíkur í fyrradag og heitir Ilvileq.  Þó svo að togarinn sé í eigu Grænlendinga þá eru 

íslenskir yfirmenn um borð og á heimleiðinni þá voru Páll Þórir Rúnarsson og Guðmundur Kristján Guðmundsson skipstjórar sem silgdu skipinu heim.  

og auk þeirra voru Björn Viðar Gylfason og Bergþór Þórheiðarson Smárason stýrmenn sem líka silgdu skipinu heim

sem silgdu skipinu heim frá Spáni en siglinginn tók um 5 daga.

Nýja skipið er 81,8 metra langt,  17 metra breiður og mælist um 5000 tonn.  um borð í skipinu er fullkomin fiskvinnslubúnaður og frystikerfi 

skipsins getur aftkastað um 150 tonn á sólarhring,  lestarrými er mjög stórt eða 1000 tonn af frystum afurðum.  

Vinnsludekk kemur frá Danmörku og flökunarvéla frá Vélfagi á Ólafsfirði.

um borð í skipinu er aðalvél frá Bergen og er hún ansi stór eða um 7300 hestöfl.

Rafmagnsvindur eru í skipinu og er rafmagn framleitt með ásrafali,

hérna að neðan eru myndir sem Aflafrettir tóku í Reykjavík og líka myndir frá skipasmíðastöðinni á spáni,






Myndir frá skipasmíðastöðinni.














Myndir Gísli reynisson