Nýr Indriði Kristins BA,,2018



Útgerðarfélagið Þórsberg ehf á Tálknafirði fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 46B beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri Þórsbergs er Guðjón Indriðason.

 

Nýji báturinn heitir Indriði Kristins BA 751. Báturinn er 14metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.  Báturinn leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni. 

Skipstjórar á bátnum eru Indriði og Magnús Guðjónssynir.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.

Rafstöð er af gerðinni Scam/FPT/Linz 84kW (60kVA) frá Ásafli.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Búnaður á dekki er frá Stálorku.

Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir allt að 72stk 460lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla fyrir 6manns.  Stór borðsalur.  Salerni/sturta.  Þvottavel og þurrkari.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í 4 aðskyldum klefum.

Fullbúið eldhús er um borð með öllum nauðsynlegum búnaði.  S.s. eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.


til viðbótar þá má nefna að báturinn er með 30.000 króka um borða eða  71 bala miðað við 420 króka í bala,


Báturinn er alveg samskonar og Kristján HF enn þó eru önnur siglingatæki og blóðgunarbúnaður er ekki sá sami,


undir myndinni er svo nánari útlýsing á tækjunum sem er í bátnum ,




Indriði Kristins BA mynd Trefjar 





 

TÆKNILÝSING:

 

Vélbúnaður frá Ásafl ehf

Aðalvél.  Doosan 4V222TIM 650hö

Gír: ZF 665V

Scam/FPT/Linz 84kW (60kVA) rafstöð

Scam/Linz 25kVA glussarafall

Skrúfubúnaður

Skrúfuhnífur

Helac snúningsliður

Dælubúnaður

ARG 375 Stöðugleikabúnaður

Bógskrúfa WESMAR

Skutskrúfa WESMAR

 

Stýrisbúnaður

Stýri KN vélsmiðja

Stýrisbúnaður Ásafl ehf

 

Öryggisbúnaður

Viking björgunarbúnaður

Sjálfvirkur sleppibúnaður: KN vélsmiðja

 

Siglingatæki:

Frá Sónar ehf:

 

Comnav Commander sjálfstýring með hliðarskrúfustjórnun

Comnav TS-203 útistýri f. sjálfstýringu

JRC JLN-652 straummælir 240khz

JRC JFC-180 dýptarmælir 4 tíðna

JCR JLR-21 GPS kompás

JRC JLR-7600 GPS

Raymarine eS127 fjölnotaskjár m. aukastjórnborði

Raymarine Quantum Doppler radar

Raymarine CAM220 IP myndavélar

Raymarine M232 hitamyndavél

Sailor 6310 MF/HF talstöð

Sailor 6150 Mini C

Sailor 6215 VHF talstöðvar m. Sailor 6205 stjórn míkrafónn

JRC NCR-333 Navtex

Sailor SP3520 VHF handtalstöð GMDSS

KANNAD SportPRO+ GPS Auto EPIRB

Iridium 9555 Handsími

Phontech CIS 3100 5 rása kallkerfi

Phontech 9001 útstöð 4 stk

Phontech 9052 vatnsheld útstöð

Gill WindObserver 65 vindmæli

Sailor Nargentus TV/FM loftnet

FM kerfi, 2 rása smíðað af Sónar

FM útvörp 3 stk.

Olex siglingatölva

NVR myndavéla server f. IP myndavélar

Neovo U-19 skjáir 16 stk.

VHF og MF/HF loftnet frá ScanAntenna

 

Sónar ehf hafði yfirumsjón með tækjauppsetningu um borð

 

Veiðiútbúnaður

Línuspil, uppstokkari, beitningavél og rekkar: Mustad

Færaspil: Stálorka ehf

Vökvakerfi:  Danfoss

Blóðgunar og kælitankar:  Arctic Machinery

Móttöku, Meðafla og beitukör:  Arctic Machinery

Ísvél og forkælir:  Kæling ehf

Annar dekkbúnaður :  Stálorka

Löndunarkrani:  TMP500L frá Ásafli

 

 

 

 



Attachments area