Nýr Kaldbakur EA kominn til Akureyrar.2017
Hin mikla endurnýjun sem er í gangi núna í íslenska togaraflotanum heldur áfram og núna í dag þá kom til Akureyrar nýr Kaldbakur EA. þessi Kaldbakur er þriðji togarinn á Akureyri sem heitir þessu nafni. fyrsti var síðutogari sem kom árið 1947 og var hann gerður út til ársins 1974 er hann var seldur í brotajárn og kom þá Kaldbakur EA sem í dag heitir Sólbakur EA.
Mjög mikið af fólki tók á móti skipinu við komuna til Akureyrar. Kaldbakur EA er nokkurn veginn samskonar skip og Engey RE sem HB grandi fékk afhent fyrir nokkrum vikum síðan og sá togari er núna á Akranesi þar sem að verið er að setja í hann vinnslulínur. Áætlað er að KAldbakur EA verði tilbúinn til veiða eftir næsta sjómannadag
Kaldbakur EA nýi
Kaldbakur EA og Gamli Kaldbakur EA ( núna Sólbakur EA)
Myndi Haukur Sigtryggur Valdimarsson