Nýr Klævtind í Noregi fyrir Klævtind I sem sökk
Aflafrettir hafa í gegnum árin fylgst ansi vel með veiðum og bátum síðan að síðan var stofnuð árið 2007.
hliðarsíðan af aflafrettir.is er enska síðan Aflafrettir.com, og þar hefur í nokkur ár verið fjallað nokkuð duglega um útgerð báta í Noregi.
og þar á meðal um netabátanna sem í Noregi eru að veiða, enn þeir eru gríðarlega margir,
og þetta hefur mælst ansi vel fyrir hjá Norskum sjómönnum og besta dæmið er þetta um Klævtind I.
enn Glenn Tomas hefur leyft mér að fylgjast með hvað verður gert eftir að báturinn hans sökk.
Glenn hefur gert út bát sem hét Klævtind I , og sá bátur veiddi til dæmis um 1100 tonn árið 2022,
snemma þessa ár þá lenti báturinn á rifi og sökk rétt utan við Andenes í Norður Noregi.
Glenn Tomas Madsen eigandi og skipstjóri af bátnum bjargaðist ásamt áhöfn sinni, sem var 6 manns,
og síðan að að Glenn missti bátinn sinn, þá hef ég reglulega sent honum skilaboð um hvað væri að frétta af báti
í staðinn fyrir Klævtind I.
og ansi gaman að segja frá því að Glenn leigði 14,99 metra netabát sem heitir Stig Inge N-105-A og er að róa á honum til þess að veiða þorskvótann
sem hann er með, enn það eru um 500 tonn af þorski.
Glenn tók við Stig Inge snemma í febrúar 2023, og hefur róið á honum síðan og landað 284 tonnum í 28 róðrum eða um 10 tonn í róðri. mest 23 tonn í einni löndun.
samhliða þessu að Glenn leigði Stig Inge til þess að veiða kvótann af Klævtind I.
þá undirritaði hann smíðasamning við Maritime Copetense í Tromsö í Noregi um smíði á nýjum Klævtind I.,
Gamli Klævtind var 18,05 metrar og 5,8 metrar á breidd
enn nýi báturinn verður 18,4 metrar á lengd og 6,6 metrar á breidd. smíðaður út Áli. og er hannaður til veiða með net
Glenn sagði í samtali við Aflafrettir að ráðgert er að hann fái bátinn afhentan eftir áramótin.
Reyndar er um 1800 tonna ýsukvóti á Klævtind I, og þegar ég spurði útí þennan kvóta
að þá ætlar Glenn einungis að veiða þorskinn á Stig Inge og síðan fylgjast með smíðinni á nýja bátnum.
Þegar að Klævtind I Sökk þá var Guðmundur Bjarni Kristánsson sem er á netabátnum Mjasund í Noregi rétt hjá og hann tók þá myndband af Klævtind I sökkva
og hægt er að horfa á það HÉRNA
Klævtind I að sökkva
Stig Inge Mynd Geir Vinnes