Nýr Kristján HF 100,2018


Fyrir nokkrum dögum síðan þá kom á flot nýjasti báturinn sem 
Kampur á,.  Fyrir á fyrirtækið 15 tonna báta sem heita Steinunn HF og Kristján HF.  skipstjórar á þeim bátum hafa verið Sverrir sem er með Steinunni HF og Atli sem hefur verið með Kristján HF

Nýi báturinn er að gerðinni Cleópatra 46B og eins og sést á myndunum að neðan þá er þessi bátur allt öðruvísi enn t.d Gísli Súrsson GK og þeir bátar.  

Kíkti þarna um borð um daginn, verið var að vinna í bátnum enn í brúnni eru t.d tveir stórir skjáir svipað og er t.d í Stormi HF .  

Þegar báturinn verður tilbúin til veiða þá munu Sverrir og Atli skipta með sér skipstjórn á bátnum og mun kvótinn sem er núna á STeinunni HF fara á nýja bátinn og kvótinn ansi stór eða um 2100 tonn miðað við þorskígildi,

Lestin í bátnum tekur um 48 kör eða í kringum 19 tonn af fiski





Öflugur löndunarkrani

Ansi vel græjaður miðað við myndavélarnar.  á þessari mynd sjást 3 myndavélar

Kælisniglar til hægri og fjær eru rekkarnir


Myndir Gísli Reynisson