Nýr línubátur á íslenksa línulistanum, 2017

Í noregi eru ansi margir línubátar sem eru gerðir út og flestir þeirra eru gerðir þannig út að þeir heilfrysta aflann um borð og eru þar af leiðandi að koma með mjög stórar og háar landanir til lands.  Gott dæmi um það er báturinn Geir II frá Noregi sem kom til ÍSlands með um 450 tonn í einni löndun,



Það eru líka til Línubátar sem stunda ísfisksveiðar og einn af þeim er frekar lítill bátur sem heitir Inger Viktoria F-18-BD.  Er hann gerður út af KYSTREDERIET AS sem er staðsett í Batsfirði.  

Þessi bátur er frekar lítill.  var smíðaður árið 1986, enn endursmíðaður 1997.  hann er 24 metrar á lengd og 5,8 metrar á breidd.  mælist 124 tonn og er með 600 hestafla aðalvél sem var sett í bátinn árið 2015.

kvótastaðan hjá bátnum er nokkuð  góð.  hann er með 

521 tonna ýsukvóta
172 tonna ufsakvóta
270 tonna þorskkvóta.

frá áramótum þá hefur báturinn landað alls 357 tonnum og af því þá er ýsa um 240 tonn.

síðustu daga þá hefur báturinn fiskað ansi vel.  og landað alls 134,2 tonnum  í fjórum löndunum eða 33,5 tonn í löndun.  stærsta löndunin 44 tonn.

og það má geta þess að þessi bátur mun verða á línulistanum með íslensku bátunum frá og með núna í mars.  


Inger Viktoria Mynd Pal stian Eiriksen