Nýr Oddur á Nesi SI 76,2016

Árið 2010 þá var  afhendur nýr bátur á Siglufirði sem fékk nafnið Oddur á Nesi SI.  var sá bátur með skipaskrárnúmerið 2799.  Núna er búið að selja þann bát til Grindavíkur.


aftur á móti þá er Útgerðarfélagið Nesið á Siglufirði að fá nýjan bát og sá bátur er smíðaður á Seiglu á Akureyri.  tveir bátar frá þeirri skipasmiðju eru gerðir út hérna á landinu.  Sandfell SU og Gullhólmi SH.  þeir bátar eru reyndar Seigur XW 1500 og mælast um 30 tonnin.  

Nýi Oddur á Nesi SI er aftur á móti aðeins minni og er Seigur XW 1320.





Myndir Ketill Guðmundsson