Nýr Öðlingur SU 19,,2017
Það er alltaf gleðiefni þegar að nýr bátur kemur í fyrsta skipti til heimahafnar,
fyrir nokkrum dögum síðan þá silgdi inn til Djúpavogs nýr bátur þar,
um er að ræða nýjan Öðling SU 19. á Djúpavogi hefur undanfarin ár verður gerður út bátur með sama nafni Öðlingur SU. sá bátur er 11,97 metra langur og mælist 14,19 tonn.
nýi báturinn er þótt furðulegt sé aðeins styttri enn gamli báturinn eða 11,47 metra langur. enn mælist 17,37 tonn að stærð.
Reyndar er nýi Ölingur SU ekki beint alveg nýr, því hann var smíðaður í Janúar árið 2016 og var þá seldur til Noregs og fékk þar nafnið Tranöy. var meðal þessi bátur á listanum norskir 15 metra bátar í noregi,
Útgerðin í Noregi ákvað að selja bátinn því mjög illa hafði gengið með að finna góða áhöfn á bátinn og var nokkurt reiðileysi á rekstur Tranöy í Noregi útaf því.
Nýi Öðlingur SU fær kvótann af gamla bátum og eru það um 185 tonn miðað við þorskígildi.
Aflafrettir óska áhöfn og útgerð til hamingju með nýjan bát.
Öðlingur SU myndir djupivogur.is