Nýr Páll Jónsson GK 7. ,,2017

Endurnýjun fiskiskipa flota landsins heldur áfram.  núna í dag var skrifað undir  smíði á nýjum Páli Jónssyni GK .  Samið var við skipasmíðastöðina Alkor í Gdansk í Póllandi.  Smíði bátsins mun hefjast í janúar á næsta ári og á að vera lokið um mitt ár 2019.


Nýji Páll Jónsson GK verður 45 metra langur og 10,5 metra breiður og þriggja þilfara  Núverandi Páll Jónsson GK er 43 metra langur og 7 metra breiður.  .

Lestin  mun taka 420 kör í lestinni. og ef miðað er við um 300 kíló í kari þá eru það um 126 til 130 tonn.  Núverandi Páll Jónsson GK er með nokkru minna lestarrými,

Aðalvél varður Caterpillar.

14 eins manns klefar verða í nýja bátnum og að sögn Gísla V Jónssonar skipstjóra á Páli Jónssyni GK þá verður mikil breyting að fá íbúðir fyrir hvern meðlim bátsins, því að núverandi íbúðir í gamla Páli Jónssyni GK eru svo til frá því að báturinn var smíðaður fyrir um 50 árum síðan.  

Undirritun samnings fór fram við gamal skrifborð sem var í eigu Páls Jónssonar sem að hann notaði í sinni útgerðartíð og  það var vel við hæfi að skrifað var undir á afmælisdegi Páls að viðstöddum eigendum Vísis,

Hérna að neðan eru tölvuteikningar af nýja bátnum.

Fréttinn birist fyrst á báta og bryggjurölt síðu sem að Jón Steinar Sæmundsson er með á Facebook.  








Mynd Jón Steinar Sæmundsson


Páll Jónsson GK mynd Tryggvi Sigurðsson