Nýr Ragnar Þorsteinsson ÍS með fullfermi í fyrsta róðri

Fyrr á þessu ári þá var skrifuð frétt um bátinn Ragnar Þorsteinsson ÍS sem er um 21 tonna bátalónsbátur en hann kom þá með fullfermi 


af rækju eða 4,4 tonn í einni löndun,

Þar kom fram í þeirri frétt að eigendur af bátnum voru að kaupa nýja bát sem hét Andri BA og sá bátur 

var í nokkur ár í eigu Jón Páls Jakopssonar sem í dag er útgerðarmaður í Noregi,

Nýi báturinn fór í slipp í sumar og kom á flot rétt fyrir lokin á síðasta fiskveiðiári og náði að fara í einn róður 

í rækjuna  í Arnarfirðinum og óhætt er að segja að sá róður hafi gengið feikilega vel.

því báturinn kom í land til Flateyrar með allt fullt og var landað úr bátnum 12,3 tonn af rækju.

að' sögn Runólfs þá  fengu þeir um 2 til 3 tonn í haldi að meðaltali en aflinn fékkst í 6 hölum,

Lönduðu þeir aflanum á Flateyri en þaðan var aflanum ekið til Ísafjarðar til vinnslu, 

hinn báturinn sem líka heitir Ragnar Þorsteinsson ÍS er þar en nýi báturinn mun verða gerður út á rækjuveiðar 

og dragnótaveiðar.

Runólfur sagði um nýja bátinn að  hann væri mjög góður, virkar flott, góður sjóbátur og væri mjög ánægður með bátinn.

Báturinn er kvótalaus en þeir fara í þetta verkefni með jákvæðni að leiðarljósi og horfa bara björtum augum fram á vegin.

Aflafrettir óska þeim til hamingju með nýja bátinn og óskar þeim góðs gengis.


 Kvótinn

Runólfur
sent
22 weeks agoBátur

Rækjuveiðar í Arnarfirðinum er kvótaskyldar og aðeins 3 aðilar eiga kvóta í Arnarfirðinum,,

Egill IS er með 66,7% af kvótanum 

Jakop Einar ÍS er með 24,3 % af kvótanum 

og síðan er það Frosti ÞH sem er með tæp 9 % af kvótanum,

vekur nokkra athygli að Frosti ÞH sé með kvóta því hann má ekki veiða í Arnarfirðinum 

Hvaðan kemur þá kvótinn sem Frosti ÞH á?

Jú hann kemur nefnilega af þessum báti sem í dag heitir Ragnar Þorsteinsson ÍS en þegar að báturinn

hét Andri BA og var seldur þá keypti Dögun ehf á Sauðárkróki kvótann og setti á Dag SK.  síðan var sá bátur seldur og kvótinn fór 

yfir á Frosta ÞH.Þórir B Harðarson faðir Runólfs

Ragnar Þorsteinsson ÍS Myndir frá Runólfi