Nýr skipstjóri á Hoffelli SU,,2019
Núna er komið fram í júní árið 2019 og árið er búið að vera ansi gott fyrir uppsjávarskipið Hoffell SU
sem þrátt fyrir að taka aðeins um 1700 tonn í fullfermi er orðin næstaflahæsta uppsjávarskipið á árinu.
þar um borð er búin að vera Bergur Einarsson skipstjóri í fjöldamörg ár, og var hann líka á gamla Hoffelinu SU.
Núna lætur Bergur af störfum á Hoffelli SU og er tekin við Venus NS
Nýr skipstjóri er kominn á Hoffell SU og er þ að Sigurður Bjarnarson
samkvæmt heimasíður Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði þá er Sigurður Húsvíkingur og voru foreldrar Sigurðar miklir útgerðaraðilar á Húsavík
því þau áttu fyrirtækið Langanes HF og gerðu út alls 7 báta sem allir hétu Björg Jónsdóttir ÞH.
síðasta Björg Jónsdóttir ÞH er í dag Jóna Eðvalds SF.
og er Sigurður búinn að vera annar tveggja skipstjóra þar um borð.
Verkefnastaðan Hoffels SU er allt önnur en Jónu Eðvalds SF og má geta þess að núna í ár þá hefur hefur Jóna Eðvalds SF ekkert farið á veiðar
og hefur því ekki landað einu einasta grammi
á meðan að Hoffell SU er kominn með um 20 þúsund tonn af uppsjávarfiski, mest kolmuna,
Sigurður Bjarnarson í brúnni á Hoffelli SU.,
Hoffell SU mynd Loðnuvinnslan