Nýr Vestri BA til Patreksfjarðar
Fyrir nokkrum dögum síðan þá var skrifuð frétt hérna á Aflafrettir um metafla hjá Núpi BA frá Patreksfirði. Þetta er gleðifrétt og það er ekki eina gleðifréttinn sem tengist Patreksfirði.
Ansi margir bátar hafa verið gerðir út frá Patreksfirði og hafa þeir allir náð eftirtekarverðum árangri í veiðum sínum. Nægir þar t.d að nefna Garðar BA. Þrym BA, Patrek BA og Vestra BA
Vestri BA er nafn sem á sér sögu á Patreksfirði síðan árið 1967 eða 55 ár.
Fyrsti Vestri BA var keyptur árið 1967 og var það 92 tonna eikarbátur sem var gerður út með því nafni til ársins 1972 þegar hann var seldur og stálbátur keyptur frá Sauðárkróki og hét hann þar Drangey SK
og sá bátur var gerður út frá Patreksfirði ansi lengi eða í 21 ár. Var seldur árið 1993 og fékk þá nafnið Örvar SH.
Árið 1994 var mun minni bátur keyptur eða um 30 tonna eikarbátur sem fékk nafnið Vestri BA og var hann gerður út til ársins 2001.
Þá kom bátur sem ennþá er til kínabátur sem kom árið 2001 og var gerður út til ársins 2005, sá bátur heitir í dag Matthías SH.
Árið 2005 var núverandi Vestri BA keyptur og sá bátur var mikið breytt þegar að hann hét Grettir SH.
og líka var hann endurbyggður mikið 2005 til 2006 og líka árið 2008 eftir bruna sem varð í bátnum.
Núverandi Vestri BA hefur átt ansi gott gengi þau tæp 20 ár sem hann hefur verið gerður, enn aðalveiðarfæri bátsins hefur verið troll , dragnót og rækja.
Vestri BA er ansi vel útbúinn til togveiða og dragnótaveiða og hefur gengið mjög vel á þeim veiðum undanfarin ár.
En allt hefur sinn tíma og eigendur að Vestra ehf hafa nú keypt togara frá Noregi sem heitir Tobis.
Tobis kom til Hafnarfjarðar núna fyrir stuttu síðan og mun fara í slipp í Hafnarfirði þar sem gerðar verðar breytingar á lest skipsins, en Tobis er með lest fyrir kassa enn verður breytt fyrir fiskikör.
Jón Árnason hefur verið skipstjóri á Vestra BA og sagði hann í samtali við Aflafrettir að lestin í nýja Vestra BA gæti tekið um 80 tonn af fiski í körum.
Nokkuð sérstakt er að togrennan í nýja Vestra BA er tvískipt en mjög sjaldgjæft er að togrenna sé tvískipt á togurunum hérna á landi.
Nýi Vestri BA er 39.95 metra langur, 10 metra breiður, olíutankar eru 105 rúmmetrar og í skipinu er um 1000 hestafla af ABC 6 DZC vél. Líka eru um borð tvær Cummins 300 hestafla ljósavélar.
Um borð í nýja eru klefar fyrir 10 manns og allt eru það einstaklingsklefar. Skipið er smíðað árið 2009 í Karstensen Skibsværft í Skagen í Danmörku og er með skipasmíðanúmer 406 þaðan,
Vestri BA og Þórun SVeinsdóttir VE
Þess má geta að Tobis og togarinn Þórunn Sveinsdóttir VE eru smíðuð eftir sömu teikningu, nema að Þórunn Sveinsdóttir VE er mun stærri og breiðari enn nýji Vestri,
Jón sagði að Vestri BA myndi frá sinn græna lit og verða áfram gerður út frá Vestfjörðum, en fyrsta verkefni togarans eftir málun, skráningu í landið og breytingar á lest væri að fara á rækjuveiðar.
Aflafrettir óska áhöfn og útgerð Vestra BA til hamingju með nýtt skip og hérna að neðan eru myndir sem ég tók eftir smá heimsókn í togarann.
Myndir Gísli Reynisson