Nýsmíði til Þorbjarnar í Grindavík. togari númer 6.


Kanski ekki fyrstur með þessa frétt, því á meðan aðrir fjölmiðlar gátu skrifað um þetta þá var ég í rútuakstri með ferðamenn við Vatnajökul og er þetta skrifað frá Hótel Dyrhólaey.

Þorbjörn hf í Grindavík er fyrirtæki sem við öll þekkjum og fyrirtækið gerir út núna tvo frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson GK, og Tómas Þorvaldsson GK,

auk þess gerir fyrirtækið úr línubátanna, Hrafn GK, og Valdimar GK,    og togbátinn Sturlu GK,

eins og fréttatilkynninginn hérna að neðan ber með sér þá er Þorbjörn að fara að láta smíða fyrir sig nýjan ísfiskstogara

og verður því þessi ísfiskstogari númer 6 hjá þeim 

Enn fyrst áttu þeir tvo togara sem báðir hétu Gnúpur GK, og voru þeir báðir reyndar að hluta á saltfisksveiðum,

Síðan frá árinu 1995 og til ársins 2005 þá gerði Þorbjörn hf út togarann Sturlu GK sem síðan fékk nafnið Hallgrímur SI

Reyndar þá samhliða útgerð á Sturlu GK þá gerði Þorbjörn líka út togarann Þuríði Halldórsdóttir GK sem í dag heitir Jón á Hofi ÁR

Gunnar Tómasson sagði í samtali við Aflafrettir að nafn á togaranum verður ákveðið þegar nær dregur að smíðalokum og þá kemur líka í ljós hver kostnaðurinn er við smíðina,


Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gert samning við Skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löngum og 13,6 metra breiðum ísfisktogara. 

 Ráðgert er að smíðinni ljúki á fyrri hluta ársins 2024.

Þetta er fyrsta nýsmíðin sem Þorbjörn hf. ræðst í síðan 1967, en á undanförnum 50 árum hafa fjölmörg fiskiskip komið við sögu félagsins ýmist við sameiningar við 

önnur útgerðarfyrirtæki eða við bein kaup. Fyrirtækið hefur staðið fyrir meiriháttar endurnýjun og breytingum á eldri skipum og breytt þeim úr t.d. uppsjávarveiðiskipum yfir í

 línuskip og ísfisktogurum yfir í frystiskip.

Undanfarin ár hefur Þorbjörn hf. tekið úr rekstri þrjú línuskip og tvo frystitogara en í staðinn hefur fyrirtækið keypt frystitogara

 frá Grænlandi og ísfisktogara frá Vestmannaeyjum. Nú heldur Þorbjörn hf. áfram endurnýjun skipaflota fyrirtækisins og væntanlega verða enn

 nokkrar breytingar á núverandi útgerð þó að það hafi ekki enn verið ákveðið.

Skipið er hannað af Sævari Birgissyni skipatæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Skipasýn ehf. í nánu samstarfi við starfsmenn

 Þorbjarnar hf. og liðsinnti hann starfsmönnum Þorbjarnar hf. við samningsgerðina á Spáni.

Við hönnun skipsins hefur verið lögð rík áhersla á að draga úr orkunotkun og þar með að umhverfisáhrif þess verði sem minnst.

 Aðalvél skipsins sem verður um 2400 KW. mun knýja skrúfu sem verður 5 metrar í þvermál.

 Stærð og snúningshraði skrúfunnar verður lægri en áður hefur þekkst í eldri fiskiskipum af sambærilegri stærð. 

 Skipið verður þess vegna sérlega sparneytið og því í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki. Þá verður skipið búið til veiða með tveimur botnvörpum samtímis og togvindurnar knúnar rafmagni.

Í hönnun skipsins er sérstaklega litið til sjóhæfni þess með tilliti til öryggis og bættrar vinnuaðstöðu.

 Áhersla er lögð á að aðbúnaður áhafnar verði sem bestur og allir skipverjar hafa sínar eigin vistarverur og hreinlætisaðstöðu.

Gert er ráð fyrir því við hönnun skipsins að auðvelt verði að breyta því í frystitogara ef það hentaði á einhverjum tíma skipsins.

Mesta breytingin frá eldri skipum Þorbjarnar hf. varðandi vinnslu og meðferð aflans er sú að sjálfvirk flokkun á aflanum fer 

fram á vinnsludekki skipsins og frágangur aflans í fiskikör fer fram á einum stað á vinnsludekkinu. 

 Þaðan fer aflinn í lyftum niður í lest og verður lestarvinnunni eingöngu sinnt af fjarstýrðum lyftara sem rennur á loftbita í lest skipsins. 

 Auk þess að annast flutning og stöflun á fiskikörum verður lyftarinn notaður við losun skipsins þegar það kemur til hafnar.


Aflafrettir óska Þorbirni innilega til hamingju með þessa nýsmíði