Nýtt Akraberg til Færeyja
Fyrir stuttu síðan þá var frétt hérna á Aflafrettir um að togarinn Snæfell EA hefði komið í fyrsta skipti til Akureyrar
sá togari var keyptur frá Færeyjum og hét þar Akraberg.
Eigandi af Akrabergi var Framherji í Færeyjum og þeir fengu núna í júlí afhentan nýjan togara sem heitir Akraberg.
Sá togari var smíðaður hjá Vard skipasmíðastöðinni í Noregi , og var togaranum síðan silgt til Danmerkur þar sem að fiskvinnslubúnaði
var settur í skipið. í júlí þá fór togarinn beint á veiðar frá Danmörku og kom til Færeyja núna um miðan ágúst í heimahöfn sína,
Nýja Akrabergið er með svipaða hönnun og t.d togarnir í Noregi sem heita Gadus Nord, Gadus Poseidion og Gadus Neptun.
þeir eru reyndar allir VARD 8.02 hönnun en Akrabergið er 8.03 hönnun,
Akrabergið er 84 metrar á lengd og 16,7 metrar á breidd. um borð í skipinu er tankur til þess að halda fiskinum lifandi þangað til
að hann fer í gegnum vinnsluna í skipinu. Lestin er á tveimur hæðum og auk þess er tankur um borð sem er um 550 rúmetrar fyrir
t.d uppsjávarfisk. Frystigetan um borð í skipinu er um 105 tonn á dag. miðaðst þetta við heilfrystan fisk.
12 lóðréttir frystar eru í skipinu.
Vélin í Akrabergi er 6500 hestöfl og auk þess er önnur vél sem er 2400 hestöfl og báðar þessar vélar
eru tengdar í gírbúnað skipsins sem fer síðan út í skrúfuna sem er 4 metrar í þvermál
mesta afl er um 7800 hestöfl. Skipið er búið rafmagnstogvindum og þær framleiða líka rafmagn .
aðaltogvindurnar eru 40 tonna, og eru fjórar svoleiðis vindur, en skipið er hannað til að geta togað allt að 3 troll í einu.
togvindurnar eru samtals 20, t.d togvindurnar fjóra, gislavindur, pokavindur og fleira.
Skipstjórinn á Akrabergi er Thorfinnur Johannsen enn hann hefur veitt í Barnetshafinu í 36 ár.
Akraberg Mynd Geir Rune Forsland
Akraberg Mynd Leif Andersen