Nýtt Hoffell SU til Fáskrúðsfjarðar, Nafn sem á sér 63 ára sögu

Nafnið Hoffell SU á sér nokkuð langa sögu í útgerð frá Fáskrúðsfirði.  


Fyrsta Hoffell SU kom árið 1959 og sá bátur var gerður út frá Fáskrúðsfirði í 16 ár eða til ársins 1975 þegar Japanstogari kom sem hét Hoffell SU,

það má geta þess að fyrsta Hoffell SU sem kom árið 1959 var  í útgerð til ársins 2014 og hét Skálafell ÁR undir það síðasta

síðustu um 20 ár eða svo þá hefur Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði sem hefur gert út Hoffellin SU ( hét reyndar Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar fyrst):

gert út tvo uppsjávarskip sem bæði hafa heitið Hoffell SU,

Núverandi Hoffell SU er skip sem var keypt árið 2014 til landsins, og er að taka um 1650 tonn í lest,  þrátt fyrir litla burðargetur miðað við önnur skip

þá hefur útgerð Hoffels SU gengið vel og t.d má nefna að árið 2021 þá var Hoffell SU aflahæsta íslenska uppsjávarskipið á kolmunaveiðum og það þrátt fyrir

að vera með eina minnstu burðargetuna,

en nú hefur Loðnuvinnslan heldur betur stækkað við sig því þeir hafa keypt Ásbjorn frá Danmörku og það skip er ansi miklu stærra enn núverandi Hoffell SU.

Lestarrými í nýja er 2530 m3 á móti 1650 m3 í gamla. sem þýðir að nýja Hoffell SU getur tekið hátt í 2600 tonn af kolmuna,

líka er vélin í nýja skipinu 8100 hestöfl á móti 5900 hestöfl í þeim gamla,

Nýja Hoffell SU er smíðað 2008 og er 75 metrar langur.  

Gamla Hoffell SU er smíðað árið 1999 og er 68 metra langur,

en hvert fer gamla Hoffellið 

Jú eigendur Ásbjörns taka Hoffell SU uppí og það fer til Færeyja og kemur þar í staðinn fyrir skip sem heitir Ango.

Ango er smíðað árið 2001 og er 56 metra langt skip


Asbjorn mynd Sejbjerg Skipsbilleder


Nýja Hoffell SU en þarna er búið að photoshopa litinn á nýja skipið sem DAgný Reykjalín gerði



Ango sem gamla Hoffell SU mun leysa af  Mynd Pauli Poulsen Vagur


Núverndi Hoffell SU sem fer til Færeyja, Mynd Loðnuvinnslan