Nýtt Íslandsmet hjá Sighvati GK í mars 2022.

Þá er lokalistinn fyrir línubátanna komin hérna á Aflafrettir.is og það er hægt að lesa hann hérna



  Eins og sést þá átti áhöfnin á Sighvati GK vægast sagt risa mánuð og í raun þá var mánuðurinn þeirra það stór að þeir settu 

nýtt íslandsmet

gamla íslandsmetið setti Jóhanna Gísladóttir GK í október árið 2016 og var þá fyrsti línubáturinn á Íslandi til þess að fiska meira enn 700 tonn á einum mánuði.

Jóhanna Gísladóttir GK landaði í okt árið 2016 alls 709 tonn í 5 löndunum.

Lesa má hérna frétt um það met og líka má skoða hérna lokalistann fyrir  október árið 2016


 Nýja Íslandsmetið

Nýja Íslandsmetið sem að áhöfnin á Sighvati GK setti núna í mars árið 2022 var alls 734 tonn í 6 löndunum enn reyndar 5 túrum og það útskýrist í viðtali hérna að neðan.

Það var ekki annað hægt að enn að heyra í skipstjórunum á Sighvati  GK útaf þessum risa mánuði.

um borð í Sighvati GK eru tveir skipstjórar, þeir Haraldur Einarsson  kallaðu Haddi sem var skipstjóri áður á Jóhönnu Gísladóttir GK og Óli Björn Björgvinsson.

Óli Björn sagði í samtali við Aflafrettir að já þetta hefði verið vægast sagt ævintýralegur mánuður, og sérstaklega ef haft er í huga að þegar þeir byrjuðu að róa 

í mars þá voru þeir búnir að vera stopp í hátt í 2 vikur útaf covid sem kom upp í bátnum,

36 Rekkar

Um borð í Sighvati GK eru alls 36 rekkar eða um 44280 krókar.  skipstjórarnir tveir þeir Haddi og Óli leggja þessa rekka á sitthvorn mátan.  Óli leggur 32 rekka sem hann nær þá 

að draga á einum sólarhring, enn Haddi leggur alla rekkanna 36 í einu.

um veiðina sagði Óli að hún hefði verið algjör ævintýri og þó skráðar séu 6 landanir þá í raun eru þær bara 5

 Millilandað og vesen með það.

því um miðjan mars þá voru þeir komnir með hátt í 140 tonn í bátinn og lögðu þá 25 rekka í sjó.

eftir aðeins 12 rekka þá var skipið orðið fullt af fiski, og því tók Óli á það ráð að sigla inn til Grindavíkur og létta aðeins á bátnum,

og hífð voru 36 tonn úr Sighvati GK.  

þessi afli var því millilöndun, enn í kerfi fiskistofu þá er ekki gert ráð fyrir því að línubátur millilandi og því varð að loka túrnum og hefja annan túr,

sem er í raun ansi sérstakt, því að þeir komu í land á mánudagskvöldi og hentu í land 36 tonnum, enn vegna þess að ekki var hægt að skrá aflann sem 

millilöndun þá varð að loka túrnum og kom síðan Sighvatur GK í land á hádegi á þriðjudegi og kláraði þá að landa. þeim 120 tonnum sem í bátnum voru

Rekkarnir 12 og 13

á þessa 12 rekka þá fengust alld 47 kör af fiski eða um 14,1 tonn.  og ef við reiknum það á bala þá gerir það um 402 kg á bala, enn þetta reiknast sem 35 balar

eftir millilöndun þá fór Sighvatur GK aftur út og dró þá 13 rekka sem að þeir áttu  í sjó

og á þá rekka fengust 16,2 tonn og það reiknast sem 38 balar og um 426 kg á bala,

þetta er í raun ekkert nema mok.

í heild þá gerði þessi túr um 158,2 tonn.

næsti túr á eftir þessum var stærsti einstaki túrinn því þá kom báturinn með í land 154 tonn 

sá afli fékkst á 5 lagnir, það reiknað upp í bala eru 451 bali. 

það gerir þá 341 kg á bala.

Það má geta þess að lestin í Sighvati GK tekur 408 kör eða um 122 tonn, svo eru 16 stærri kör á millidekki, og í 154 tonna túrnum þá er aðeins meira magn

sett af fiski í körin, og sett í þá líka stóru körin sem eru á millidekkinu, 

Vitlaust veður og allir í vari... nema Sighvats menn

Aflafrettir spurðu Óla hvort að leiðinda tíðin í mars hafi háð þeim eitthvað.

sagði hann að í einum túrnum þá var komið snarvitlaust veður og hann var að loka túr enn átti til beitu í 14 lagnir,

planið var að leggja línuna utan við Þorlákshöfn, og fara svo þar inn að landa,

enn vegna veðurs þá var það enginn möguleiki og því tók Óli á  það ráð eins og margir aðrir skipstjórar að sigla inn í Stakksfjörð við Keflavík

enn öfugt við hina sem láu þar í vari, að þá lagði Óli þessa 14 rekka inn í stakksfirði og fékk á þá rekka 19 kör eða tæp  6 tonn,

14 rekkar eru um 41 bali og er þetta því 146 kg á bala. 

kom svo til Keflavíkur og landaði aflanum sem var þá um 125 tonn og þarna munaði vel um þessi 6 tonn sem þeir fengu í Stakksfirði.

Um borð í Sighvati GK er 14 manna áhöfn og hásetarnir skipta með sér þannig að þeir fara 4 túra og 2 í frí og sagði Óli að 

áhöfnin um borð í Sighvati GK væri hörkudugleg og án þeirra þá hefði þetta íslandsmet aldrei orðið að veruleika,



Sighvatur GK Mynd Óskar Franz Óskarsson